Blómstraðu á breytingaskeiði

Náttúrulegar leiðir fyrir aukna orku,

hormónajafnvægi og góða heilsu


Námskeiðið er þegar hafið og ekki opið fyrir fleiri umsóknir.

Þú getur hins vegar skráð þig á biðlista og fengið upplýsingar um næstu námskeið.

Fjögurra vikna netnámskeið sem hjálpar þér að endurnýja lífsorkuna,

sofa - og skilja betur breytingaskeiðið

Þú kynnist einföldum breytingum sem þú getur gert á mataræði til að líða betur og iðkun sem hjálpar þér að finna þinn takt í tilverunni. Við könnum áhrif streitu og endurnærandi iðkunar á hormón og kvenheilsu.

Þú kynnist öðrum konum á sömu vegferð. Breytingaskeiðið er ferðalag sem engin kona ætti að takast ein á hendur. Þessi valdeflandi tími kallar eftir hugrekki og seiglu, hvatningu og samtali við aðrar konur. Og er kjörið tækifæri til að vaxa og að kynnast sjálfri þér upp á nýtt.  

Kjörið fyrir konur:

sem glíma við mismunandi einkenni breytingaskeiðsins

sem leita náttúrulegra leiða til að auka lífsorkuna og endurnærast.

Bæði þær konur sem eru á miðju breytingaskeiði, þær sem eru að nálgast þennan tíma og þær sem eru hættar en eru enn að takast á við þennan umbreytingartíma.

Um mig

Ég heiti Guðrún Arnalds og ég rek jóga- og heilsustöðina Andartak. Ég hef starfað við heildræna heilsuráðgjöf í um 30 ár auk þess að kenna jóga og leiðir til að auka líkamsvitund og styrkja tengslin milli hugar og líkama.

Á þessum tíma hef ég sótt mér heilmikla menntun á sviði heildrænnar heilsu og líkamsvitundar, jóga og ayurveda. Ayurveda kennir okkur að lifa í takti við náttúruna og okkar sönnu náttúru.

Í gegn um þá vinnu og eigin reynslu hef ég öðlast góða innsýn inn í breytingaskeiðið og þau tækifæri sem þar leynast. Í mínum huga er líkami okkar meira en bara læknisfræðilegt fyrirbæri og hann kann þá list að sigla í gegn um breytingar betur en við getum ímyndað okkur.

Ef þú ert með spurningar er velkomið að hafa samband: heilsa@andartak.is

© 2024  • Guðrún Arnalds Andartak.is•